History Makers Íslandi
History Makers beinir sjónum sínum að leiðtogum og traustu ungu fólki á aldrinum 18-35 ára. Í gegnum einstakt ferðalag eru þeim kennd átta grunngildi sem við trúum að Guð vilji sjá í lífi hvers leiðtoga. Grunngildin eru sterk og góð undirstaða þess sem byggt er ofan á. Á námskeiðinu er einnig rík áhersla lögð á að draga sig nær Guði og þátttakendur eru hvattir til þessa gefa Guði svigrúm til að starfa í lífi þeirra. Markmið og hugsjón History Makers er að byggja upp leiðtoga og styðja efnilega einstaklinga, til að hafa jákvæð áhrif á samfélag sitt til framtíðar. History Makers er komið til að setja mark sitt á söguna með útbreiðslu fagnaðarerindisins í gegnum hæfa leiðtoga. Unnið er með vaxandi leiðtogum um allan heim og er þeim gert mögulegt að hafa áhrif á ríki Guðs hér á jörðu, í dag, á morgun og um alla framtíð. Við trúum því að ungt kristið fólk, á aldrinum 18 til 35 ára, geti haft gríðarlega mikil áhrif. Ef þau viðhalda trúfesti sinni við Guð, þá hafa þau öll tækifæri til að setja mark sitt á söguna.
Fjórða History Makers námskeiðið mun fara fram í Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð frá helgina 8.-10. mars 2019.
Starfsteymi History Makers á Íslandi varð til fyrir Guðs tiltstilli. Hópurinn útskrifaðist allur af fyrsta History Makers námskeiðinu á Íslandi árið 2015, að Einari frátöldum en hann hafði setið námskeiðið í Bretlandi árinu áður. Yfir námskeiðið mynduðust sterk tengsl milli þeirra einstaklinga sem seinna skyldu vinna að undirbúningi og framkvæmd námskeiðsins hérlendis sem þétt heild. Fyrir History Makers 2016 hafði vantað fólk í starfsteymi námskeiðsins en góð tengsl við fyrrum þátttakendur sáu fyrir fólki viljugu til að rétta hjálparhönd. Sá grunnur sem lagður hafði verið á History Makers námskeiðinu auðveldaði nýjum einstaklingum teymisins að stíga inn í þau hlutverk sem þurfti að manna.
Innifalið er kennsla, námsgögn, gisting í tvær nætur og allar máltíðir. Við hvetjum kirkjur til að styðja verðandi leiðtoga til þátttöku á History Makers með því að greiða hluta af, eða jafnvel allan þátttökukostnaðinn. Erlendir kennarar koma til með að kenna á námskeiðinu og má því gera ráð fyrir að námskeiðið fari að mestu leyti fram á ensku.
Náið samfélag við Guð
Guð leitar eftir einstaklingum sem tileinka sér náið samband við hann, og leiða út frá því.
Ástríða fyrir uppskerunni
Guð leitar eftir einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa ástríðu fyrir þeim sem ekki þekkja Jesú. Jesús kom til “að leita að hinu týnda og frelsa það” (Lúkas 19:10). Guð þráir að lífsumbreytandi kraftur fagnaðarerindisins nái til allra.
Leiðtogar með framtíðarsýn
Guð leitar eftir einstaklingum sem eru biblíulega staðfastir til að varpa fram hugsjónum, setja markmið, virkja líkama Krists og yfirstíga hindranir til þess að ná til þjóðanna fyrir Krist.
Kristniboð sem tekur mið af samfélagsþáttum
Guð leitar eftir einstaklingum sem lifa og kenna fagnaðarerindið með næmni, krafti og með tilliti til mismunandi menningarheima, svo hinn eilífi sannleikur fagnaðarerindisins verði skiljanlegur og meðtekin í öllum menningarheimum.
Margföldun leiðtoga
Guð leitar eftir einstaklingum sem kenna, þjálfa og leiðbeina öðrum leiðtogum sem síðan verða leiðtogar leiðtoga sem byggja upp aðra á áhrifaríkan hátt.
Fjölskyldan í fyrirrúmi
Guð leitar eftir einstaklingum sem eru sannfærðir um það að fjölskyldan sé burðarstólpi í samfélagi okkar og munu gera fjölskylduna að forgangsatriði við uppbyggingu leiðtoga.
Góð ráðsmennska
Guð leitar eftir einstaklingum sem eru trúir ráðsmenn fjármála, tíma og andlegra gjafa í þeirra persónulega lífi og gagnvart leiðtogamennsku, með þeim árangri að þeir nái til fólks með fagnaðarerindinu.
Heilindi
Guð leitar eftir heiðarlegum einstaklingum sem lifa heilögu lífi, einstaklingum sem eru ábyrgir gagnvart Guði og líkama Krists. Heilindi vegsama Guð, þau varna leiðtogum gegn hrösun og hvetja vöxt.
History Makers Íslandi
-
Næsta námskeið
Næsta námskeið
8.-10. mars 2019
-
Skrá mig
Skrá mig
https://goo.gl/forms/yxDnoLklU99D0SGI3
-
Kostnaður
Kostnaður
Þátttökugjald eru 11.000 kr.
Sjáðu myndbandið
PlaySkrá mig á History Makers:
8.-10. mars 2019,
Google forms